Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið hátíðlegt laugardaginn 20. ágúst síðastliðinn

Gleðin var við völd á laugardaginn þegar að 24 einstaklingar hlupu fyrir hönd samtakanna. Hlaupararnir gerðu sér lítið fyrir og söfnuðu 1.564.000 krónum í áheitasöfnuninni sem er metsöfnun hjá okkur. 

Við fengum hlauparana til okkar í grill og gleði deginum áður þar sem við gátum leyst þau út með smá pakka. Takk Collab, Kalli K, Bioeffect, Veganbúðin og Innnes fyrir að stuðnigninn.

Samtökin vilja koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem styrktu hlauparana og hvöttu þau til dáða á hvatningarstöðinni.

Meðfylgjandi fréttinni eru myndir af hlaupinu. 

Aðrar fréttir

Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Endósamtakanna fór fram þriðjudaginn 25. apríl kl.20 í húsakynnum samtakanna að Sigtúni 42. Fundinum var streymt og fengu félagar í samtökunum hlekk í tölvupósti

Lesa meira »