Fyrsta úthlutun Elsusjóðs

Þann 29. Júní fór fram fyrsta úthlutun úr Elsusjóði. Styrkir úr Elsusjóði eru veittir einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með endómetríósu.

Þann 29. Júní fór fram fyrsta úthlutun úr Elsusjóði. Styrkir úr Elsusjóði eru veittir einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með endómetríósu. Elsusjóður var stofnaður 2021 með dánargjöf frá Elsu Guðmundsdóttur en hún barðist við endómetríósu. Elsa fæddist í Reykjavík 25. september 1956 og var í doktorsnámi í umhverfisþróunarfræði er hún féll frá 10. janúar 2019. 

Hugsun Elsu á bakvið sjóðinn er að ástundun náms getur reynst snúnara fyrir einstaklinga með endó þar sem námið getur orðið slitrótt og tekið lengri tíma. 

 

Alls bárust 11 sterkar umsóknir í ár og reyndist það sjóðnum vandasamt verk að velja úr umsóknunum sem bárust. Þeir þættir sem voru meðal annars teknir til greina voru  félagslegar aðstæður, framvinda í námi og áhrif endómetríósu á námið. Þær sem fengu styrkinn í ár eru þær Oddný Jónsdóttir og Edda Henný Símonardóttir. 

 

Vonir standa til þess að hægt verði að veita fleiri styrki í framtíðinni eftir því sem sjóðurinn mun koma til með að vaxa og dafna þar sem ljóst var að þörfin er mikil. Í stjórn Elsusjóðs sitja Björgólfur Thorsteinsson, Lilja Guðmundsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir. Varamenn eru Þórunn Sveinbjarnardóttir og Eygló Harðardóttir.

Aðrar fréttir