Ráðstefna í Bordeaux

Þann 15-18. júní síðastliðin fóru samtökin fóru á ráðstefnu til Bordeaux í Frakklandi sem haldin var af European Endometriosis Congress.

Þann 15-18. júní síðastliðin fóru samtökin fóru á ráðstefnu til Bordeaux í Frakklandi sem haldin var af European Endometriosis Congress. Í þessa ferð fóru Eyrún Telma Jónsdóttir og Sigrún Erla Karlsdóttir stjórnarkonur, og Guðfinna Birta Valgeirsdóttir starfsmaður samtakanna.

Ráðstefnan var mjög fróðleg og erindum fjölbreytt og kom inná mikilvæga þætti. Má þar nefna kviðsjáraðgerðir í beinni útsendingu ásamt lýsingum frá læknum, skort á almennum rannsóknum um endómetríósu, ófrjósemi, ádeilur um kenningar ásamt því að efla tengslanetið við önnur samtök.

Við höldum áfram að afla okkur þekkingar og kynna okkur nýjustu rannsóknir um endómetríósu. 

Aðrar fréttir