white and green text lot

Undirskriftalisti í von um breytingar

Það er ómetanlegt að sjá baráttuviljann í okkar félagskonum og þegar að þær ákveða að keyra eitthvað af stað af krafti. 🎗💛✊🏻
 
Í tilefni af #endómars ætlum við að fara af stað með mikilvægan undirskriftarlista sem við hvetjum ykkur til að skrifa undir – og deila auðvitað með ykkar fólki. Það var hún Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir hrinti þessu af stað og að sjálfsögðu tökum við þátt.

 

Hér eru helstu áhersluatriði listans:

  1. Heilbrigðisráðherra veiti Sjúkratryggingum Íslands umboð til samninga við Jón Ívar Einarsson/Klíníkina Ármúla, svo sjúklingar geti í fyrsta sinn hér á landi fengið viðeigandi meðferð í stað þess að vera einungis boðið upp á hormónameðferðir eða langa biðlista fyrir aðgerðir sem ekki eru framkvæmdar af vottuðum sérfræðingum.
  2. Við taki sérstök deild sem hafi burði og bolmagn til að veita sjúklingum með endómetríósu viðeigandi meðferð, ásamt klínískum leiðbeiningum til að tryggja skilvirkari þjónustu, hvarvetna í heilbrigðiskerfinu.
  3. Sjúklingar yngri en 15 ára hafi stað að leita á þar sem kvennadeild Landspítalans tekur ekki við þeim, en einkenni geta gert vart við sig um leið og viðkomandi byrjar á blæðingum.
  4. Transfólk geti sótt viðeigandi þjónustu þar sem kynleiðréttingarferli læknar ekki endómetríósu.
  5. Að skurðaðgerðir séu aðeins framkvæmdar af þeim læknum sem hlotið hafi viðurkennda þjálfun og vottun til slíkra aðgerða.
 
Undirskriftalistinn verður afhentur heilbrigðisráðherra í lok mánaðar. Höfum hátt! #samanerumviðsterkari🎗💛✊🏻

Aðrar fréttir

Þurfum við að tala um endó?

Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um

Lesa meira »