Endóvikan 2021 | Samantekt

Þá er Endóvikan 2021 senn á enda!

Það er óhætt að segja að Endóvikan hefur aldrei verið eins stór og í ár og viljum við þakka öllum þeim sem komu að vikunni kærlega fyrir. Fyrir þá sem ekki náðu að fylgjast með vikunni höfum við tekið saman þá áhugaverðu og skemmtilegu hluti sem áttu sér stað í vikunni. 

Styrktaraðilar samtakanna 2021

Við fengum með okkur frábæra styrktaraðila sem voru svo til í að leggja málefninu lið. 

Bakarameistarinn hóf sölu á Sítrónuostatertu til styrktar samtakanna. Allur ágóði af kökunni rann til samtakanna en alls seldust um 150 kökur. Framleiðslustjóri Bakarameistarans, Garðar Sveinn Tranberg og bakarinn Elvar gáfu vinnuna sína í þetta verkefni ásamt því að fá birgjana sína með sér í lið. Ef þið smökkuðuð ekki kökuna í ár þá voruð þið að missa af miklu! 

Reykjanesapótek komu sterk inn og létu allan ágóða af Natracare, OrganiCup og Pharmaceris vörunum renna til samtakanna. 

AZ Medica gerði okkur kleift að bjóða uppá málþing Endóvikunnar í streymi. Er þetta liður hjá samtökunum að efla tengslin við landsbyggðina. 

Síðast en alls ekki síst gaf verslunin Sassy.is samtökunum 20% af öllum seldum túrnærbuxum í Endóvikunni. Hversu frábært!

Gul og glæsileg þemu allstaðar á landinu!

Fyrirtæki og stofnanir á öllu landinu lýstu upp í gulu í tilefni af Endóvikunni. Gula hjarta okkar stækkaði um helming við að sjá hvað mörg fyrirtæki voru tilbúin að leggja málefninu lið. Sum fyrirtæki höfðu ekki tök á því að lýsa upp í gulu en sýndu stuðning með öðrum hætti. 

Perlan var ekki lengi að leggja málefninu lið og skartaði sínu fegursta þessa vikuna. 

Fríkirkjan í Reykjavík gul og glæsileg!

Menningarhúsið Hof tók líka þátt í verkefninu. Okkur fannst sérlega ánægjulegt að byggingar utan höfuðborgarsvæðisins til þess að leggja málefninu lið. 

Vaðlaheiðargöng lögðu málefninu lið!

Skriðuklaustur hefur ekki áður tekið þátt í því að lýsa bygginguna sína í litum. Það voru því sönn forréttindi að Endóvikan 2021 hafi verið fyrir valinu sem fyrsta verkefnið sem tengist vitundarvakningu sem þau taka þátt í.

Bókasöfnin hugsuðu út fyrir boxið og voru með útstillingu af gulum bókum. Þvílík og önnur eins fegurð! 

Fræðsla

Nú hafa allir grunn- og framhaldsskólar ásamt sundlaugum landsins fengið plaggat sem samtökin gáfu út. Plaggatið er gefið út í samstarfi við Sorpu en samtökin fengu styrk frá þeim.

Ef að ykkar skóli hefur ekki fengið plaggat endilega sendið á okkur skilaboð og við sendum ykkur aftur. 

Við fengum Þóru Björgu Andrésdóttur til þess að vera með lokað Zoom erindi fyrir foreldra þar sem umræðan var um börn sem byrja ung á blæðingum. Okkur finnst mikilvægt að svona málefni séu rædd og foreldrar verði meðvituð um kynþroskaskeið barnanana sinna. 

Málþing

Þann 23. mars var svo haldið málþingið Er barnið þitt með endómetríósu? og var því streymt í gegnum Facebook live. Málþingið var afskaplega vel heppnað og má segja að við sluppum með skrekkinn þar sem öllu var skellt í lás deginum eftir vegna mikilla smita. Hinsvegar voru bara frummælendur á staðnum ásamt meðlimum um stjórni samtakanna. 

Söluvarningur

Samtökin seldu boli í fyrsta skipti en lógóið hannaði Elín María hjá Komma Strik. Bolirnir segja þá sögu að það stundum er mjög pirrandi að vera með leg, eins og þeir með endómetríósu kannast gjarnan við. Salan á bolunum hefur farið fram úr öllum væntingum.

Endóvikan 2022

Það er einstaklega ánægjulegt að tilkynna að fleiri fyrirtæki eru farin að sýna Endóvikunni áhuga og vilja vera með á næsta ári. Ef að fyrirtækið þitt er í sömu hugleiðingum má endilega senda okkur tölvupóst á endo@endo.is 

Starfsmenn Reykjanesapótek í fullum skrúða! Algjörlega ómetanlegt að fá svona myndir frá ykkur. 

Aðrar fréttir

Þurfum við að tala um endó?

Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um

Lesa meira »