Þakkir fyrir vel heppnað málþing!

Þann 11. mars síðastliðinn stóðu Samtök um endómetríósu fyrir málþinginu „Ég finn að þú vilt vera með sjúkdóm“ – Hvernig reynist heilbrigðiskerfið fólki með endómetríósu? á Grand hótel. 

Samtökin vilja færa öllum fyrirlesurunum sem komu fram innilegar þakkir fyrir frábært málþing, en þarna mátti heyra hvert vandað og sterkt erindið á fætur öðru.
 
Þungamiðja málþingsins var nýleg rannsókn Lilju Guðmundsdóttur, ritara samtakanna, og titillinn einmitt vísun í heiti meistararitgerðar hennar í félagsráðgjöf.
 
Málþingið er aðgengilegt á Facebook síðu samtakanna að neðan og við mælum svo sannarlega með áhorfi fyrir ykkur sem eigið það eftir.
 
Takk Guðrún Steinþórsdóttir, Anna Sigrún Ingimarsdóttir, Finnborg Salome Steinþórsdóttir, Eygló Harðardóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Heiðrún Birna Rúnarsdóttir og Guðfinna Birta Valgeirsdóttir.

 

Aðrar fréttir