Þann 11. mars næstkomandi standa samtök um Endómetríósu fyrir málþingi sem ber yfirskriftina ,,Ég finn að þú vilt vera með sjúkdóm“ – Hvernig reynist heilbrigðiskerfið fólki með endómetríósu?
Dagskrá:
Langveikar konur sem notendur heilbrigðisþjónustu: hvað segja rannsóknir? – Anna Sigrún Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi og doktorsnemi í fötlunarfræðum
Langvarandi verkir og endómetríósa: hafa kynjaðar staðalímyndir áhrif á meðhöndlun innan heilbrigðiskerfisins? – Finnborg Salome Steinþórsdóttir, nýdoktor í kynjafræði
Svona er að vera kona – niðurstöður eigindlegrar meistararannsóknar í félagsráðgjöf á upplifun kvenna með endómetríósu af viðmóti heilbrigðiskerfisins– Lilja Guðmundsdóttir, meistaranemi í félagsráðgjöf
Reynslusaga – Heiðrún Birna Rúnarsdóttir
Viðburðurinn er rafrænn og verður streymt á Facebook síðu samtaka um endómetríósu. Hægt er að senda spurningar í gegnum www.slido.com á meðal málþinginu stendur, en leitast verður við að svara þeim spurningum sem brenna hvað mest á áhorfendum í pallborðsumræðum.
Fundarstjóri málþingsins er Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.