,,Ég finn að þú vilt vera með sjúkdóm“ – Málþing 11. mars

Þann 11. mars næstkomandi standa samtök um Endómetríósu fyrir málþingi sem ber yfirskriftina ,,Ég finn að þú vilt vera með sjúkdóm“
Þann 11. mars næstkomandi standa samtök um Endómetríósu fyrir málþingi sem ber yfirskriftina ,,Ég finn að þú vilt vera með sjúkdóm“

Þann 11. mars næstkomandi standa samtök um Endómetríósu fyrir málþingi sem ber yfirskriftina ,,Ég finn að þú vilt vera með sjúkdóm“ – Hvernig reynist heilbrigðiskerfið fólki með endómetríósu?

 

Dagskrá:

Langveikar konur sem notendur heilbrigðisþjónustu: hvað segja rannsóknir? – Anna Sigrún Ingimarsdóttir, félagsráðgjafi og doktorsnemi í fötlunarfræðum

 

Langvarandi verkir og endómetríósa: hafa kynjaðar staðalímyndir áhrif á meðhöndlun innan heilbrigðiskerfisins? – Finnborg Salome Steinþórsdóttir, nýdoktor í kynjafræði

 

Svona er að vera kona – niðurstöður eigindlegrar meistararannsóknar í félagsráðgjöf á upplifun kvenna með endómetríósu af viðmóti heilbrigðiskerfisins Lilja Guðmundsdóttir, meistaranemi í félagsráðgjöf

 

Reynslusaga – Heiðrún Birna Rúnarsdóttir

 

Viðburðurinn er rafrænn og verður streymt á Facebook síðu samtaka um endómetríósu. Hægt er að senda spurningar í gegnum www.slido.com á meðal málþinginu stendur, en leitast verður við að svara þeim spurningum sem brenna hvað mest á áhorfendum í pallborðsumræðum. 

 

Fundarstjóri málþingsins er Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. 

 

Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta

Aðrar fréttir