Áskorun til fyrirtækja!

Vikuna 19.-26 mars verður hin árlega endóvika haldin. Yfirskrift vikunnar er að þessu sinni ,,er barnið þitt með endómetríósu?“ og er tilgangurinn að ná til foreldra og skólayfirvalda og fræða þau sérstaklega um sjúkdóminn. Verið er að skipuleggja vikuna og má því segja að þetta verði ein stærsta vika sem samtökin hafa haldið frá upphafi. Það er einstaklega ánægjulegt þar sem samtökin fagna 15 ára afmæli sínu þetta árið! 

Vikan er einnig hugsuð sem ein helsta fjáröflunarvika samtakanna. Samtökin hafa tekið saman  nokkrar styrktarlínur fyrir fyrirtæki. Ef þitt fyrirtæki vill leggja málefninu lið er bent á að hafa samband við endo@endo.is. Eftirfarandi styrktarlínur eru í boði: 

Hluti af veltu ákveðins varnings rennur til samtakanna

Fyrirtæki hafa kost á því að velja ákveðinn varning sem þeir selja á fullu verði en viss % rennur til samtakanna. Sniðugt er að láta þessa vöru tengjast endómetríósu á einhvern hátt (þó það er ekki skilyrði); hvort sem það er gulur litur á vörunni eða vörur sem fólk með endómetríósu notar. 

Föst upphæð fyrir hverja færslu

Mögulegt væri að ákveðin upphæð af færslu færi til samtakanna. Þetta er sniðug leið fyrir þá sem selja vörur í einingum, t.a.m. bensínstöðvar. 

Gult boð/viðburður/uppákomur í vinnu

Vinnustaðurinn tekur þátt í gulum degi/gulri viku þar sem starfmenn mæta í t.d. í gulum fötum. Ef fyrirtæki velja þennan lið viljum við endilega fá myndefni sent til okkar svo við getum deild á okkar miðlum. Við vitum að það er öðruvísi vinnustaðastemmning í ár en það er alltaf hægt að vera gul og glæsileg á Zoom! 

Fast verð er á þessum lið fyrir fyrirtæki. Nánari upplýsingar á endo@endo.is en stofnanir á vegum ríkis og bæjar þurfa ekki að greiða gjald til þess að taka þátt í þessari styrktarlínu. 

Skreyta fyrirtækið gult

Hægt er að skreyta fyrirtæki með gulri lýsingu eða blöðrum til styrktar samtökunum. Fast verð er á þessum lið og gildir það sama um að skreyta fyrirtækið gullt og að hafa gular uppákomur; stofnanir á vegum ríkis og bæjar þurfa ekki að greiða gjald til þess að taka þátt í þessari styrktarlínu. 

Frjáls framlög!

Ef engar leiðir henta þínu fyrirtæki er þér/ykkur að sjálfsögðu velkomið að styrkja samtökin með upphæð að eigin vali. 

Hlökkum til að sjá ykkur öll sem eitt, böðuð í gulu vikuna 19.-26 mars! 

Fyrir frekari spurningar bendum við á endo@endo.is

Aðrar fréttir

Þurfum við að tala um endó?

Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um

Lesa meira »