Gleðilegt nýtt ár & takk fyrir það gamla.

Þetta ár hefur verið öðruvísi fyrir samtökin. Við vildum taka saman þá hlut sem við unnum að á þessu ári, bæði til þess að tryggja gagnsæi til okkar félagsmeðlima og til að eiga það skriftlegt hverju var áórkað. 

Vinna hófst að bækling samtakanna. Hann var svo tilbúinn um mitt árið og fór í dreifingu í:

  • Alla grunnskóla landsins.
  • Alla framhaldsskóla landsins.
  • Allar heilbrigðisstofnanir landsins (heilgusæslur, stofnanir, kvensjúkdómalækna) 
  • 20 félagsmiðstöðva á höfuðborgasvæðinu.

Endómánuðurinn var með breyttu sniði þetta árið

  • 1 af 10 herferðin fór um internetið þar sem fólk með endómetríósu setti mynd af sér með blað sem á stóð 1af10 sem vitundarvakningu um sjúkdóminn. 

Endurbætt heimasíða

  • Það var löngu tímabært gefa síðunni upplyftingu. Með nýju síðunni vonumst við til þess upplýsingar sem þið þurfið séu aðgengilegar á einfaldan og auðveldan hátt 
  • Síðan var svo hökkuð af óprúttnum aðilum á síðustu dögum ársins. Við létum það ekki á okkur fá og vinnum nú í því að laga það sem var eyðilagt.

Reykjavíkurmaraþonið

  • Þrátt fyrir Reykjavíkurmaraþonið var einnig öðruvísi í ár hlupu einstaklingar fyrir hönd samtakanna. Við erum þeim auðvitað afskaplega þakklát en það söfnuðust 85.000 krónur sem renna til samtakanna. Okkar bestu þakkir kæru hlauparar!  

Átak á samfélagmiðlum

  • Mikil aukning hefur verið á fylgjendum okkar á Instagram (@endoiceland). Þar fer fram allskonar fræðsla um endómetríósu ásamt umræðum 
  • Umræðurnar sem voru vinsælastar voru: Endó og skilningsleysi í skólum og greiningartími á endómetríósu
  • Guli þráðurinn var líka settur á laggirnar með stuttum og hnitmiðuðum skilaboðum til þeirra sem eru að berjast við endómetríósu.

Undirbúningur fyrir stórafmæli samtakanna

  • Á nýju ári halda samtökin uppá 15 ára afmælið sitt. Í lok árs var byrjað hafa samband við styrktaraðila til þess senda út smá pakka til félagsmeðlimi.
  • Einhverjir hafa þegar fengið pakkana sína en gert er ráð fyrir klára dreifingu á pökkunum í lok janúar. Eygló Harðardóttir, fyrrverandi þingkona, var fyrsta til þess gjöfina en eins og flestum er kunnugt í endó heiminum hefur Eygló barist fyrir okkur á þingi.  
  • Pakkarnir eru samstarfsverkefni samtakanna við Libresse á Íslandi, Godiva súkkulaði, Better You og BioKult. 

Það segja árið hafi verði viðburðaríkt þrátt fyrir heimsástandið. Við hlökkum mikið til hefja nýtt ár af krafti þar sem mörg spennandi verkefni eru í vinnslu. þar nefna endóvikuna í mars, sölu á varningi og vonandi einhverskonar mannamót ef aðstæður leyfa 

Aðrar fréttir