Ný & endurbætt heimasíða!

Gleðilegan vetur kæru félagsmenn.

Undanfarna mánuði hafa samtökin verið að vinna hörðum höndum að koma nýrri heimasíðu í gagnið. Tilgangurinn með þessari heimasíðu er að gera hluti aðgengilega og efla upplýsingaöflun fyrir þá sem halda að þau séu með endómetríósu. 

Síðan er þó ekki fullkláruð og er ennþá í vinnslu þar sem eitt og annað efni vantar. Við biðjum ykkur að sýna því skilning og þolinmæði. 

Skrifstofa samtakanna er lokuð útaf COVID-19 en ef þið hafið einhverjar spurningar þá megið þið senda á okkur á endo@endo.is eða skrifstofa@endo.is. Eins erum við aðgengileg á öllum samfélagsmiðlum. 

Aðrar fréttir

Þurfum við að tala um endó?

Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um

Lesa meira »