Bæklingurinn kominn í alla grunn- og framhaldsskóla landsins

Það hefur verið nóg að gera undanfarnar mánuði eftir að skrifstofan opnaði eftir sumarið, má þar allra helst nefna að samtökin sendu frá sér bækling til allra grunn- og framhaldsskóla á landinu.  Bæklingurinn fer yfir einkenni og staðreyndir endómetríósu. 

Nokkrir kennarar hafa óskað eftir fleiri bæklingum fyrir kynfræðslu og í líffræði sem við tökum fagnandi. Ef ykkur vantar fleiri eintök ekki hika við að hafa samband við okkur.

Eins fengum við frábær viðbrögð frá félagsmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu en 22 félagsmiðstöðvar fengu bæklinga til sín. 

Aðrar fréttir

Þurfum við að tala um endó?

Endósamtökin og Silfra Productions frumsýna í dag, þriðjudaginn 16. apríl, nýja íslenska heimildarmynd um endómetríósu. Myndin er sýnd í Bíó Paradís og heitir: Tölum um

Lesa meira »