Viljayfirlýsingin er hluti af Endóvikunni 2022 þar sem athyglinni er beint á vinnuveitendur og reynt eftir fremsta megni að upplýsa og fræða þá um sjúkdóminn. Er fyrirtækið þitt ekki örugglega með?

viljayfirlýsing í heild sinni

Heilsa og vellíðan er lykilatriði í viðfangsefnum framtíðarinnar í Heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna. Okkur er annt um heilsu starfsfólks okkar og skuldbindum okkur til þess að vera vakandi fyrir þeim veikindum eða sjúkdómum sem þau kunna að eiga við og vinna með þeim á sem bestu mögulegu forsendum. Til að ná árangri á sviði heilsu og vellíðan skiptir samstaða og samvinna gríðarlega miklu máli. Við undirrituð vitum að konur eru órjúfanlegur hluti af íslensku atvinnulífi þó ekki sé langt síðan að svona mikill hluti af þeim hóf að hefja störf á atvinnumarkaði. Við erum stolt af því að þegar litið er á kynjahlutfall á Íslandi starfa flestar konur miðað við höfðatölu. 

Við erum meðvituð um að ein af hverjum tíu konum þjáist af endómetríósu. Við erum meðvituð um að því geta fylgt sárir túrverkir, óeðlilegar blæðingar, ógleði, uppköst, uppþembdur magi, meltingartruflanir, yfirlið, ófrjósemi og síþreyta. Við erum meðvituð um að verkirnir geta verið mjög miklir og að engin lækning er við sjúkdómnum.

Við lýsum yfir vilja þess að vera þátttakendur í þeirri vinnu sem snýr að fræðslu um sjúkdóma sem algengt er að konur þjáist af, m.a. með því að sýna skilning og upplýsa okkar starfsfólk og stjórnendur um einkenni sjúkdómsins. Við munum reyna eftir fremsta megni að koma til móts við starfsfólk okkar sem glímir við endómetríósu. 

Eftirfarandi fyrirtæki hafa skrifað undir viljayfirlýsinguna:

×

Cart