Samtök um endómetríósu kynna:

Endó: ekki bara slæmir túrverkir

Ákall einstaklinga með endómetríósu eftir skilvirkari þjónustu 

Samtök um endómetríósu efna til ráðstefnu þann 28. mars næstkomandi. Ráðstefnan ber yfirskriftina Endó: ekki bara slæmir túrverkir og munu helstu endómetríósu sérfræðingar heims fjalla um endó og hversu margslunginn sjúkdómurinn getur verið. 

 

Fyrirlesarar eru meðal annars Gabriel Mitroi, Jón Ívar Einarsson, Wendy Bingham og Lone Hummelhoj. 

 

Við vekjum athygli á að nýta réttindi til niðurgreiðslu hjá stéttarfélögum fyrir ráðstefnuna. 

Dagskrá ráðstefnunnar

Fyrirlesarar

Wendy Bingham

Dr. Wendy Bingham er stofnandi og framkvæmdastjóri góðgerðasamtakanna Extrapelvic Not Rare (EPNR). Það vera sjúkraþjálfari og einstaklingur sem þjáðist í þrjá áratugi af endómetríósu í brjóstholi sem gerði henni kleift öðlast reynslu sem ýtti henni út í það stofna EPNR þar sem oft var gert litið úr eða misgreint hennar einkenni áður en hún fór í skurðaðgerð.  Hún hefur haldið fjöldann allan af fyrirlestrum, m.a. fyrir the Endometriosis Summit, Worldwide EndoMarch Summer Internship Program, Endometriosis Education of Canada og Riverside Medical Clinic. Hún var einnig meðstjórnandi í gegnum NCD Alliance.

 

Dr. Bingham kláraði BS frá háskólanum í Oregon, master í sjúkraþjálfun frá háskólanum í Maryland Eastern Shore og doktorsgráðu í sjúkraþjálfarafræðum frá Temple háskóla

Jón Ívar Einarsson

Dr. Jón Ívar Einarsson er stofnandi the Division of Minimally Invasive Gynecologic Surgery hjá Brigham and Women's Hospital sem og prófessor í fæðingar-, kvensjúkdóma- og æxlunarlækningum við læknaksóla Harvard. Hann er einnig fyrrum formaður AAGL (American Association of Gynecologic Laparoscopists). Jón starfar einnig hjá Klíníkinni á Íslandi. Hann heldur úti virkri klínískri rannsókn og hefur gefið út um  200 ritrýndar greinar, abstrakta og bókakafla. Þá er hann einnig frumkvöðull og sem slíkur er hann handhafi 14 einkaleyfisumsókna sem og veittum einkaleyfum fyrir lækningatækjum. Á stofunni sinni helgar hann sig háþróuðum kviðsjáraðgerðum og þar meðhöndlar hann um 350 flóknin tilfelli á hverju ári.

Lone Hummelhoj

Lone Hummelshoj er heimsþekkt sem alþjóðlegur talsmaður endómetríósu, þá sér í lagi fyrir vinnu sína við að fá sjúkdóminn viðurkenndan innan stjórnsýslunnar. Hún stendur fyrir alþjóðlegu samstarfi í málefnum tengdum rannsóknum á endómetríósu og utanumhald allra þeirra haghafa sem hún kemst í kynni við í starfi sínu sem framkvæmdastjóri the World Endometriosis Research Foundation og ritstjóri Endometriosis.org.  

 

Fyrir hönd WERF verkefnastýrði Lone uppbyggingu WERF EPHect tólanna (sem eru notuð af 51 miðstöðum í 22 löndum) og hefur haft umsjón með þýðingu þeirra á 17 tungumálum þar að auki. Þessa dagana er hún í verkefnastjórn þriggja WERF EPHect verkefna til viðbótar þar sem gerðir eru staðlar í rannsóknum á endómetríósu með það að leiðarljósi að bæta gildi þýðinga.  

Lone var framkvæmdastjóri the World Endometriosis Society í 16 ár.

Gabriel Mitroi

Dr. Mitroi er stofnandi og umsjónarmaður Bucharest Endometriosis Center sem er alþjóðleg þverfagleg miðstöð fyrir endómetríósu og adenomyosu. Teymið framkvæmir um það bil 400 aðgerðir árlega með lágri endurkomu tölu og niðurstöður aðgerða eru þær bestu sem hægt er óska eftir. Saman vinna þau því endurbyggja heilbrigði og lífsgæði kvenna sem hafa þurft glíma við endómetríósu. 

Sérhæfing hans í endómetríósu kom eiginlega sjálfu sér þar sem hann fékk yfirdrifið mikið af sjúklingum með sjúkdómnum til sín. Hann áttaði sig á því endómetríósa var miklu stærra vandamál en hann hafði lært á meðan námi hans stóð. Þar af leiðandi fór hann mennta frekar, undir leiðsögn helstu sérfræðinga í heiminum í sjúkdómnum. Prófessor Arnaud Wattiez var einn af þeim skurðlæknum sem hann lærði hjá. 

 

Dr. Mitroi hefur 13 ára reynslu í kvensjúkdómaaðgerðum.

Áslaug Benediktsdóttir

Áslaug er lögmaður með leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum. Hún er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Áslaug hefur starfað hjá MAGNA lögmönnum frá árinu 2019. Helstu sérsvið Áslaugar eru stjórnsýsluréttur, stjórnskipunarréttur, verktakaréttur og útlendingaréttur.

 

Erindið hennar mun fjalla um þá lögbundnu heilbrigðisaðstoð sem einstaklingar eiga rétt á hér á landi. Sérstaklega verður fjallað um þá heilbrigðisaðstoð sem einstaklingum með endómetríósu býðst eins og staðan er í dag og hvernig sú aðstoð samræmist þeim grundvallarréttindum sem kveðið er á um í lögum, svo sem lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008, lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 og lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 sem og stjórnarskránni.

Konstantinos Kyriakopoulos

Konstantinos Kyriakopoulos er grískur kvensjúkdómalæknir og framkvæmdastjóri Director of Centre for Endometriosis. hann hefur verið starfandi síðan 2014 sem kvensjúkdómalæknir. Hans sérfræðikunnátta er í endómetríósu í þörmum, þind og grindarholi en á þessari ráðstefnu mun hann ræða um endómetríósu í brjóstholi. 

Sjáumst þann 28. mars!

Taktu daginn frá og meldaðu þig á Facebook! 

Samtök um endómetríósu

×

Cart